Íslensku keppendurnir ásamt systur Iðunnar á ferðalaginu í gær. Mynd: Una Strand.

NM stúlkna hefst í dag í Helsingborg í Svíþjóð. Sex íslenskar stúlkur taka þátt.

B-flokkur (U17)

Iðunn Helgadóttir (1622) og Katrín María Jónsdóttir (1091) eru fulltrúar Íslands í 10 manna b-flokki.

Mótið á Chess-Results

C-flokkur (U13)

Guðrún Fanney Briem (1575), Emilía Embla B Berglindardóttir (1108), Tara Líf Ingadóttir og Sigrún Tara Sigurðardóttir taka þátt í 16 manna flokki.

Mótið á Chess-Results

Ísland sendir ekki fulltrúa a-flokk (u20).

Allar skákir mótsins verða sýndar beint og hefst 1. umferð í dag kl. 16:15. Á morgun og sunnudag verða tefldar tvær umferðir hvorn dag (kl. 7 og 13).

- Auglýsing -