Benedikt að tafli í gær. Mynd: Ríkharður Sveinsson.

Fimmta mótið í Brim-mótaröðunni, Boðsmóti TR, hófst í gær. Tefldar voru fjórar atskákir.

Benedikt Briem (2165) er efstur með fullt hús. Í 2.-6. sæti eru Lenka Ptácníková (2123), Torfi Leósson (2140), Heilmir Freyr Heimisson (2413), Ingvar Wu Skarphéðinsson (1960) og Jóhann Ragnarsson (1908).

Staðan á Chess-Results

Alls tekur 21 þátttakandi þátt.

Í dag eru tefldar tvær umferðir (kappskák). Mótinu lýkur svo á sunnudag með sjöundu umferð og hraðskákmóti.

Beinar útsendingar

- Auglýsing -