Haustmót Skákfélags Akureyrar hefst sunnudaginn 17. september kl. 13.00. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Fjöldi umferða og fyrirkomulag getur þó komið til endurskoðunar þegar fjöldi þátttakenda liggur fyrir.  Möguleiki verður gefinn á yfirsetu, sem þá gefur ½ vinning.

Dagskrá:
1. umferð sunnudag 17. september kl. 13.00
2. umferð miðvikudag 20. september kl. 18.00
3. umferð fimmtudag 21. september kl. 18.00
4. umferð sunnudag 24. september kl. 13.00
5. umferð miðvikudag 26. september kl. 18.00
Hlé verður gert á mótinu vegna Evrópumóts skákfélaga og Íslandsmóts skákfélaga.
6. umferð miðvikudag 18. október kl. 18.00
7. umferð sunnudag 22. október kl. 13.00

Umhugsunartími 60-30.

Skráning er hjá formanni félagsins í askell@akmennt.is, með skilaboðum á Facebook síðu félagsins eða á skákstað, í síðasta lagi 15. mínútum fyrir upphaf fyrstu umferðar.

Þátttökugjald á mótið er kr. 3.500 fyrir félagsmenn, kr. 5.000 fyrir aðra. Börn sem greiða æfingagjald eru undanþegin þátttökugjaldi.

Mótið reiknast til alþjóðlegra skákstiga.  Haustmótið er meistaramót Skákfélags Akureyrar.

- Auglýsing -