Afar spennandi undanúrslit HM kvennalandsliða fóru fram í gær í borginni Bydgoszcz í Póllandi.

Svo fór að Kasakstan og Georgíu höfðu sigur og mætast í úrslitum í dag. Ungu stúlkurnar í Kasakstan unnu Frakka en reynsluboltarnir í Georgíu lögðu Bandaríkjakonur að velli. Báðar viðureignir fór í bráðabana (hraðskák).

  • Kasakstan – Frakkland (1-3) (3-1) (hraðskák: 4-0)
  • Georgía – Bandaríkin (2½-1½) (1½-2½) (hraðskák: 3½-½)

Nánar má lesa um gang mála í gær í grein David Llada á heimasíðu FIDE.

Umferðir dagsins hefjst kl. 12 og 15 er rétt að hvetja íslenska skákáhugamenn að fylgjast með. Lýsingar frá mótinu eru góðar og eru í umsjón króatíska stórmeistarans Alojzije Janković and georgíska kvennastórmeistarans Keti Tsatsalashvili. Tefld er atskák (45+10).

Ritstjórn ætlar að standa við fyrri spá og spá ungstirnunum frá Kasakstan sigri.

- Auglýsing -