Birkir og Josef gerðu báðir jafntefli í sínum skákum í sjöundu umferð á HM í Egyptalandi. HM ungmenna í flokkum U12, U10 og U8 fer fram þessa dagana í Egyptalandi. Ísland á tvo keppendur á mótinu. Josef Omarsson teflir í U12 flokknum og Birkir Hallmundarson í U10. Josef hafði 2,5 vinning eftir 6 skákir en hafði mætt tveimur af fjórum stigahæstu keppendunum! Birkir hafði 4,5 vinning af 6.
Birkir fékk Ítalann Riccardo Friggerio (1729) og skildu þeir jafnir. Í flokki Birkis eru 115 keppendur og er Birkir númer 34 í stigaröðinni. Birkir hefur nú 5 vinninga af 7 og er í 9-18. sæti.
Í 7. umferð í U12 mætti Josef D D L N Dandeniya (1526) frá Sri Lanka. og niðurstaðan varð jafntefli. Josef hefur nú 3 vinninga. 92 keppendur er í flokki Josefs sem var númer 46 í styrkleikaröðinni.
Alls verða tefldar 11 umferðir í báðum flokkum en nú er enginn frídagur á mótinu sökum frestunar á fyrstu umferðinni.
Flokkur Jósefs á Chess-Results U12
Flokkur Birkis á Chess-results U10