Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2023-24 fer fram dagana 29. febrúar – 3. mars nk.  Teflt er í Rimaskóla.

Kvikudeildin verður tefld frá fimmtudegi-sunnudags. Aðrar deildir verða tefldar laugardag-sunnudag.

Tímasetning Úrvalsdeild Aðrar deildir
Fimmtud., 29. feb. kl. 19:00 6. umf.
Föstud., 1. mars kl. 19:00 7. umf.
Laugard., 2. mars, kl. 11:00 8. umf. 5. umf.
Laugard., 2. mars, kl. 17:30 9. umf. 6. umf.
Sunnud., 3. mars, kl. 11:00 10. umf. 7. umf.

 

Í úrvalsdeild verða tímamörkin til reynslu þetta keppnistímabilið 90 mínútur á fyrstu 40 leikina auk þess sem 15 mínútur bætast við á hvorn keppenda eftir 40 leiki + 30 sekúnda viðbótartími eftir hvern leik. Í öðrum deildum verður umhugsunartíminn hefðbundin eða 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími eftir hvern leik.

Opið er fyrir félagaskipti þeirra sem ekki tefldu í fyrri hlutanum til 9. febrúar. Þessi regla á þó eingöngu um þá sem hafa lögheimilli hérlendis og/eða hafa íslenskan ríkisborgararétt. Þeir sem eru utan taflfélaga (og tefldu ekki í fyrri hlutanum) og eru án alþjóðlegra kappskákstiga geta þó ávallt skráð sig í félag.

- Auglýsing -