Glæsilegt og fjölmennt hraðskákmót fór fram í Framheimilinu í Úlfarsárdal síðastliðið föstudagskvöld. VignirVatnar.is hélt mótið í góðu samstarfi við Michelsen sem styrktu mótið myndarlega.

Tefldar voru 9 umferðir með svissnesku kerfi en styrktaraðilar voru einmitt mjög ánægðir með að notað væri við kerfi frá því landi! Vel var mætt og hófu 70 skákmenn leik og þar af 10 titilhafar!

Mótið reyndist jafnt og spennandi og voru úrslitin að lokum nokkuð óvænt þar sem enginn af fimm stigahæstu skákmönnum mótsins náði svo mikið sem í topp 3 þegar talið var upp úr kössunum!

Arnar Gunnarsson og Dagur Ragnarsson unnu sig best í gegnum jafnt kapphlaup og höfðu vinningsforskot á hina fyrirlokaumferðina. Þar sömdu þeir jafntefli og tryggðu sér þar með topp 2 á mótinu. Málin voru svo útkljáð í Armageddon skák þar sem Arnar hafði betur á borðinu en tæpt mátti það standa á klukkunni en stóð þó. Flottur sigur hjá Arnari.

Arnar hlaut mydarlega inneign hjá Michelesen eins og Dagur Ragnarsson sem endaði í öðru sæti. Björn Hólm Birkisson endaði í þriðja sæti og hlaut einnig verðlaun.

Auk aðalverðlauna voru veitt aukaverðlaun. Í flokki 12 ára og yngri varð Birkir Hallmundarson hlutskarpastur.

Hlutskarpastur í U16 varð Matthías Björgvin Kjartansson

U2000 verðlaunin féllu svo Kristófer Orra Guðmyndssyni í vil.

Nánari úrslit er hægt að nálgast á Chess-Results

VignirVatnar.is stóðu sig vel í skipulagningunni, mótið gekk vel fyrir sig, flottur og rúmgóður keppnissalur og veitingar í boði. Alexander Oliver Mai sá um skákstjórn.

- Auglýsing -