Landsliðsmaðurinn Guðmundur Kjartansson vann sigur í áttundu umferð á Munich Open og kemur sér í 5,5 vinning fyrir lokaumferðina.
Guðmundur mætti FIDE meistaranum Julius Ohler (2089) og hafði svörtu mennina. Guðmundur tefldi frumlega í byrjuninni og ætlaði sér greinilega að snúa á andstæðing sinn. Í miðtaflsflækjum varð það einmitt niðurstaðan og Guðmundur vélaði skiptamun af andstæðingi sínum sem nægði til sigurs.
Guðmundur hefur nú 5,5 vinning að loknum 8 umferðum og mætir Þjóðverjanum Alexander Herbig (2279) í lokaumferðinni. Guðmundur hefur hvítt og sigur ætti að tryggja að hann haldi velli stigalega.
- Heimasíða mótsins
- Skákir á lichess
- Chess5-results
- Auglýsing -
















