Ný alþjóðleg skákstig komu út í gær 1. júní. Hjörvar Steinn Grétarsson (2498) er stigahæstur íslenskra skákmanna. Haukur Vídis Leósson (1598) hækkar mest milli mánaða.
Topp 20
Annan listann í röð er enginn íslenskur skákmaður með meira en 2500 stig en Vignar Vatnar Stefánsson tekur stökk í áttina með því að hækka um 30 stig upp í 2492 stig. Hann jafnar Héðin Steingrímsson í öðru sætinu á eftir Hjörvari Steini.
Nýliðar og mestu hækkanir
Aðeins einn nýliði er á listanum þennan mánuðinn en það er Stefán Meinich sem kemur inn með 1495 stig.
Haukur Víðis Leósson (1598) hækkaði um 74 stig en alls hækkaði 21 skákmaður um meira en 10 stig.
Stigahæstu skákkonur
Olga Prudnykova (2268) er stigahæsta skákkona landsins en litlar breytingar voru á listanum þennan mánuðinn.
Stigahæstu ungmenni (u20)
Alexander Domalchuk-Jónasson (2380) er stigahæsta ungmenni landsins en hann hækkaði um 12 stig í mánuðinum.
28 mót voru reiknuð til stiga í mánuðinum en eina innlenda kappskákmótið var Bikarsyrpa TR.