Aðalfundur Skáksambands Íslands fór fram í Skákhöll TR þann 8. júní kl. 9:00.
Fundargerð aðalfundarins má sækja hér fyrir neðan.
Þar má m.a. finna tillögu um aðildargjöld sem samþykkt var á fundinum auk greinargerðar sem henni fylgdi en hún var svohljóðandi:
Árgjöld SÍ
Í 8. grein laga SÍ segir svo
- Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár og tillaga stjórnarinnar um árgjöld til sambandsins. Almennar umræður og afgreiðsla
- Lagt til 6.000 kr.
- Hverjir greiði aðildargjöld – allir 20 ára og eldri sem tefldu kappskák síðasta síðustu 12 mánuði ( miðað við 1. september 2023 – 30. ágúst 2024).
- Krafa (ekki valkrafa) – eins og verið hefur
- Aðildargjöld verði 6.000 kr.
- SÍ fái 3.000 kr. af hverri útgefinni kröfu – en félögin fái afganginn af því sem innheimtist.
- Gjalddagi: 1. september, Eindagi: 1. október, niðurfellingardagur: 10. desember.
Innheimta
Með virk skákstig, 20 ára og eldri, eru núna 356 skákmenn. Þess fyrir má örugglega áætla um a.m.k. 44 manns hafi teflt sem ekki hafa íslensk FIDE stig
44+356 = 400*6000 = 2.400.000
Tekjur SÍ = 1.200.000
Tekjur félaganna = Allt að 1.200.000 kr. (fer eftir innheimtuhlutfalli)
Að loknum 10. desember er hægt að reikna út innistæðu hvers félags og greiða til þeirra fyrir árslok.
Þess fyrir utan má senda valkröfur á þá sem fá ekki árgjöldin en vilja styðja við skák. T.d. má finna út hverjir hafa greitt aðildargjöldin síðustu 5 ár og senda eingöngu valkröfur á þann hóp til að minnka kostnað. Lagt er til að 50% renni til taflfélaga þeirra sem greiða aðildargjöldin
Stjórn SÍ ætlar einnig að stofna nefnd sem kemur með framtíðartillögur.
Aðalfundur Skáksambands Íslands 2024