Aleksandr Domalchuk-Jonasson tefldi í dag tvöfalda umferð á opna mótinu í Cesme í Tyrklandi. Frídagur var í gær en þar áður hafði Aleksandr unnið báðar skákir sínar á tvöföldum degi.
Í fyrri skákinni sem var 5. umferð mætti hann tyrkneskum CM Taylan Ruzgar Ince (2244) og hafði hvítt. Aleksandr fékk blússandi sókn eftir að hafa teflt hvasst eftir að upp kom enski leikurinn í byrjuninni.
Aleksandr tók fótinn aðeins af bensíngjöfinni og Ince fékk einhver færi á að halda hróksendatafli en lék því nánast jafn hratt niður og Aleksandr tryggði sér sigur.
Í seinni skákinni í 6. umferð hafði Aleksandr svart gegn enn einum Tyrkjanum, Atakan Mert Bicer (2314) sem er FIDE-meistari. Upp kom franska vörnin og fékk Aleksandr skínandi miðtaflið og hvítur lagði mikið á stöðuna. Aleksandr hafði tvo biskupa fyrir hrók og peð en hvítur hélt í veika von um að finna trikk í stöðunni. Því miður tókst það og Tyrkinn náði að redda sér þráskák úr erfiðri stöðu.
Aleksandr hefur nú 4 vinning af 6 og í 7. umferðinni mætir hann CM Musa Zakirov sem teflir undir FIDE-fánanum og státar af 2112 elóstigum.