Gengi íslensku keppandanna í sjöundu umferð á opna Festival Internacional de Ajedrez Ciudad de Gáldar 2024 á Kanaríeyjum var vel viðundandi. Tvær skákir unnust hjá Aleksadnr og Degi og Vignir gerði jafntefli á toppnum. Alexander Oliver varð að lúta í dúk að þessu sinni.

Vignir Vatnar Stefánsson var fyrir umferðina efstur af Íslendingunum með 5 vinning af 6 mögulegum. Dagur Ragnarsson og Aleksandr Domalchuk-Jonasson máttu vel við una með 4,5 vinning af 6 og Alexander Oliver Mai hafði 4 vinninga. Allir Íslendingarnir beint nema Alexander Oliver.

Í sjöundu umferðinni hafði Vignir svart gegn mjög hættulegum ungum hollenskum stórmeistara, Tomas Beerdsen (2509). Tomas reyndist þó ekki hættulegri en það að hann beitti þekktu jafntefli-afbrigði með hvítu gegn Berlínarvörn Vignis.

Menn greinilega orðnir eitthvað smeykir við tanaða Kópavogsbúann og stutt jafntefli samið hér.

Aleksandr vann glimrandi góðan sigur en hann lagði ungan þýskan alþjóðlegan meistara. Aleksandr fékk fínt tafl úr enska leiknum og náði fínu miðtafli með biskupaparinu. Þjóðverjinn fórnaði manni en það gekk einfaldlega ekki upp og Aleksandr sýndi fína tækni og kláraði dæmi.

Dagur lagði einnig alþjóðlegan meistara frá Madagascar. Í stöðubaráttu í miðtaflinu var Rakotomaharo á í messunni taktísk og Dagur fékk unnið tafl.

25…Be7?? leyfði 26.He5 og svartur er skyndilega í vandræðum. Tvöföldun á e-línunni ásamt Rg6+ möguleikanum gerir svarta taflið tapað. Fínn sigur hjá Degi.

Alexander Oliver Mai tapaði sinni skák eins og áður hefur komið fram.

Vignir heldur efsta sætinu en skákmennirnir eru nú tólf talsins sem deila því með 5,5 vinning eftir 7 umferðir. Það gleðilega er að Alekandr og Dagur hafa komið sér í þann hóp! Alexander Oliver hefur 4 vinninga.

Í áttundu umferð hefur Vignir hvítt á efsta borði gegn IM Adrian Suarez (2383), Dagur fær svart gegn GM Josep Martinez (2448) og Aleksandr hvítt gegn GM Karen Movsziszian (2444). Þessar skákir verða í beinni. Alexander Oliver mætir Andorramanni og hefur svart.

- Auglýsing -