Guðrún Fanney að tafli Mynd: Kjartan Briem.

Ólympíuskákmótið verður sett í Búdapest 10. september nk. og stendur til 22. september. Ísland sendir tvö lið til keppni og fram að móti kynnum við einn fulltrúa á dag. Nú kynnum við til leiks nýliðan Guðrúnu Fanneyju Briem, sem er yngsti fulltrúi Íslands í ólympíuliði í sögunni!

Nafn

Guðrún Fanney

Kasparov eða Carlsen?

Carlsen the Goat

Félag

Breiðablik 

Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir Ólympíumótið nú?

Ég er búin að vera að einbeita mér að byrjunum í allt sumar og alltaf að hreyfa mig í fótboltanum.

Hvaða Ungverjar hafa teflt heimsmeistaraeinvígi í skák?

Judit Polgar…

Hvað lið verður í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni á eftir Man. City?

Man City er ekki að fara vinna ensku deildinna. Manchester United taka fyrsta sætið í ár.

Hvaða Ungverji var upphafsmaður Búdapest-afbrigðisins í lok 19. aldar? Manstu eftir einhverjum Íslendingum sem hafa teflt það í gegnum tíðina? 

Enga hugmynd.

Bókin á náttborðinu?

Ipad………

Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?

Þetta er fyrsta en ekki seinasta skiptið.

Hvað er það síðasta sem þú horfðir á Netflix (eða annarri sjónvarpsveitu)?

Cobra kai….

Hefurðu teflt á First Saturday-móti – eða öðru móti í Ungverjalandi?

Nei því miður ekki.

Hvernig finnst þér ungverks gúllassúpa?

Mér finnst hún æðisleg.

Hvaða Íslendingur tapaði fyrir tveimur Polgar-systranna á Reykjavíkurskákmótinu 1988?

Það var ekki Afi minn Stefán Briem því hann gerði jafntefli við Judit á þessu móti.

 Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu í opnum og kvennaflokki?

Kína.

Donald eða Kamala?

Kamala all day.

Besta skák sem þú hefur teflt á Ólympíuskákmóti eða annarri liðakeppni

Tefldi liðakeppni í Írlandi flotta skák. 

Ding eða Gukesh?

Gukesh.

Sterkasti skákmaður, lífs eða liðinn, af ungverskum ættum? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð! 

Judit Polgar þekki lítið til um lönd skák manna.

Helsta fyrirmynd í skák og af hverju?

Var alltaf með nokkrar fyrirmyndir en helstu eru Vignir og Magnus.

Við höldum svo áfram að kynna Ólympíufarinn – einn á dag!

- Auglýsing -