Ólympíuskákmótið verður sett í Búdapest 10. september nk. og stendur til 22. september. Ísland sendir tvö lið til keppni og fram að móti kynnum við einn fulltrúa á dag. Nú kynnum við til leiks reynsluboltann Helga Ólafsson sem hefur farið oftast Íslendinga á Ólympíuskákmót.
Kasparov eða Carlsen?
Báðir frábærir.
Félag
TV
Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir Ólympíumótið nú?
Við höfum verið með æfingar undanfarnar vikur. Ég fer í golf ef veður leyfir.
Hvaða Ungverjar hafa teflt heimsmeistaraeinvígi í skák?
Leko
Hvað lið verður í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni á eftir Man. City?
Liverpool
Hvaða Ungverji var upphafsmaður Búdapest-afbrigðisins í lok 19. aldar? Manstu eftir einhverjum Íslendingum sem hafa teflt það í gegnum tíðina?
Ég hreinlega veit það ekki.
Bókin á náttborðinu?
Þær eru nokkrar. Ein er eftir Auði Jónsdóttur og önnur eftir Ólaf Jóhann og svo er þarna reyfari eftir Ragnar Jónasson..
Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?
Síðan 1976 hef ég sleppt fjórum mótum. Liðstjóri 2010, 2012, 2018 og nú 2024.
Hvað er það síðasta sem þú horfðir á Netflix (eða annarri sjónvarpsveitu)?
Mad men.
Hefurðu teflt á First Saturday-móti – eða öðru móti í Ungverjalandi?
Tefldi á EM taflfélaga 1989 og á EM landsliða 1992
Hvernig finnst þér ungverks gúllassúpa?
Ágæt.
Hvaða Íslendingur tapaði fyrir tveimur Polgar-systranna á Reykjavíkurskákmótinu 1988?
Þeir mun hafa verið þrír. Man ekki nöfnin.
Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu í opnum og kvennaflokki?
Bandaríkin og Kína
Donald eða Kamala?
Kamala.
Besta skák sem þú hefur teflt á Ólympíuskákmóti eða annarri liðakeppni
Hef stundum nefnt skákina við Timman á möltu 1980.
Ding eða Gukesh?
Ding ætti að vinna.
Sterkasti skákmaður, lífs eða liðinn, af ungverskum ættum? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!
Talið er að faðir Fischer hafi verið ungverskur.
Helsta fyrirmynd í skák og af hverju?
Engin sérstök fyrirmynd í dag en sem unglingur hélt ég mikið uppá Friðrik, Larsen og Fischer.
Við höldum svo áfram að kynna Ólympíufarinn – einn á dag!
- GM Vignir Vatnar Stefánsson – opinn flokkur
- GM Guðmundur Kjartansson – opinn flokkur
- GM Hannes Hlífar Stefánsson – opinn flokkur
- IM Hilmir Freyr Heimisson – opinn flokkur
- GM Helgi Áss Grétarsson – opinn flokkur
- GM/FST Helgi Ólafsson – liðsstjóri
- WGM Lenka Ptácníková – kvennaflokkur
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – kvennaflokkur
- WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir – kvennaflokkur
- Iðunn Helgadóttir – kvennaflokkur
- Guðrún Fanney Briem – kvennaflokkur
- FM/FT Ingvar Þór Jóhannesson – liðsstjóri
- IA/FM Róbert Lagerman – skákstjóri
- Gunnar Björnsson – FIDE-dindill