Ólympíuskákmótið verður sett í Búdapest 10. september nk. og stendur til 22. september. Ísland sendir tvö lið til keppni og fram að móti kynnum við einn fulltrúa á dag. Við byrjum á Lenku Ptácníkovú!

Nafn:

Lenka Ptácníková

Kasparov eða Carlsen?

Fer eftir ýmsu. Að skemmta sér yfir skákum: Kasparov. Að læra: Carlsen.

Félag:

TG

Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir Ólympíumótið nú?

Skáklegum, búin að tefla og æfa úti allt sumar. Andlegum illa, er að reyna að sjá ljós en þessar breytingar með stórmeistaralaunin og óvissa með framtíðina fara mjög illa í mig. Líkamlegum: að ganga er greinilega í uppáhaldi hjá mér!

Hvaða Ungverjar hafa teflt heimsmeistaraeinvígi í skák?

Til dæmis Susan Polgar í kvennaflokki

Hvað lið verður í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni á eftir Man. City?

Fótbolti, fótbolti….I don´t care.

Hvaða Ungverji var upphafsmaður Búdapest-afbrigðisins í lok 19. aldar? Manstu eftir einhverjum Íslendingum sem hafa teflt það í gegnum tíðina?

Það þyrfti ég að googla. En á Íslandi…ágiskun mín er Bjössi Þorfinns. 

Bókin á náttborðinu?

Kostlivec ve skríni.

Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?

Á alla síðan 1994…

Hvað er það síðasta sem þú horfðir á Netflix (eða annarri sjónvarpsveitu)?

Ekki hugmynd….

Hefurðu teflt á First Saturday-móti – eða öðru móti í Ungverjalandi?

Nei, aldrei á First Saturday. Í Ungverjalandi tefldi ég á mínu fyrsta heimsmeistaramóti stúlkna undir 18 í 1994. Jú, vá fyrir 30 árum síðan…

Hvernig finnst þér ungverks gúllassúpa? Mjög góð.

Vona að við fáum tækifæri að smakka ekta ungverskan mat!

Hvaða Íslendingur tapaði fyrir tveimur Polgar-systranna á Reykjavíkurskákmótinu 1988?

Hmm, hver var á lífi og sterkur á þessum tíma að þetta væri að koma í fréttir eða/og fékk áfall og mann eftir þessu ennþá? Varst það þú, Gunnar?

Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu í opnum og kvennaflokki?

Indland-Kína.

Donald eða Kamala?

Kamala.

Besta skák sem þú hefur teflt á Ólympíuskákmóti eða annarri liðakeppni.

Skákin á móti Evu Repkovu var fín.

Sjá grein Helga Ólafssonar: https://skak.blog.is/blog/skak/entry/1131116/

Ding eða Gukesh?

Ding þarf góða strauma, finnst mér…

Sterkasti skákmaður, lífs eða liðinn, af ungverskum ættum?

Það er erfitt að bera saman skákmenn frá öðruvísi kynnslóðum. Mín ágiskun er að Portisch var nokkuð örugglega ekki á hæsta stigi, en á sínum tíma ansi sterkur. 

Helsta fyrirmynd í skák og af hverju?

Það er fullt af fyrirmyndum til …segi bara eldri bróðir minn, því annars væri ég örugglega að tefla sjálf.

Við höldum svo áfram að kynna Ólympíufarinn – einn á dag!

  • GM Vignir Vatnar Stefánsson – opinn flokkur
  • GM Guðmundur Kjartansson – opinn flokkur
  • GM Hannes Hlífar Stefánsson – opinn flokkur
  • GM Helgi Áss Grétarsson – opinn flokkur
  • IM Hilmir Freyr Heimisson – opinn flokkur
  • GM Helgi Ólafsson – liðsstjóri
  • WIM Olga Prudnykova – kvennaflokkur
  • WGM Lenka Ptácníková – kvennaflokkur
  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – kvennaflokkur
  • WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir – kvennaflokkur
  • Iðunn Helgadóttir – kvennaflokkur
  • FM Ingvar Þór Jóhannesson – liðsstjóri
  • IA/FM Róbert Lagerman – skákstjóri
  • Gunnar Björnsson – FIDE-fulltrúi

 

- Auglýsing -