Íslensku sveitirnar á Ólympíuskákmótinu unnu örugga sigra í lokaumferðinni.
Sveitin í opnum flokki lagði Túnis að velli, 4 – 0.
Sveitin endaði í 68. sæti en var raðað í 46. sæti á stigum í upphafi móts. Slæm töp í seinni hluta mótsins settu strik í reikninginn. Hannes Hlífar Stefánsson stóð sig vel í íslenska liðinu og fékk 6,5 af 9.
Indland sigraði af öryggi í opnum flokki Ólympíumótsins. Liðið tapaði einungis einni skák allt mótið.
Íslenska sveitin í kvennaflokki vann sannfærandi sigur á Palestínu 3,5 – 0,5.
Íslenska sveitin endaði í 58. sæti en var raðað í 72. sæti á stigum í upphafi móts.
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir náði flestum vinningum íslenska liðsins, fékk 7 vinninga af 10. Iðunn Helgadóttir náði WCM titli á mótinu með sínum árangri.
Indland sigraði einnig í kvennaflokki mótsins. Breiddin í indversku sveitunum er mikil og jákvæð samkeppni um sæti í liðunum á milli ungra og öflugra meistara. Indland er komið til að vera sem skákveldi!