Það var ekki bara teflt í Búdapest því samhliða Ólympíuskákmótinu fór fram FIDE-þing og reyndar ECU-þing einnig.

Það voru tvö mál sem voru í fyrirrúmi á FIDE-þinginu. Annars vegar kosning formanns Siða- og aganefndar. Sú nefnd er valdamikil og getur t.d. sett í skáksamönd í bann. Siðanefnd heyrir ekki undir stjórn FIDE heldur undir aðalfund til að tryggja hlutleysi gagnvart stjórn FIDE. Ekki óvipað og með Dómstól SÍ.

Þar sigraði ung 34 ára stúlka frá Guyana, Yolander Persaud í kosningum þar sem gekk á ýmsu. Kosningabúnaður klikkaði og þurfti þá að kjósaá handvirkan hátt sem tók mjög langan tíma.

Mjög mikilvægur sigur að margra haldi því hún hefur sýnt hingað til í störfum sínum að standa í labbirnar gagnvart FIDE og dæmdi t.d. Rússa í bann – sem síðar reyndar tapaðist í áfrýjun.

Agætis samantekt hjá finna á Chessdom.

Yolander Persaud elected FIDE Ethics Commission Chairman amid scandals

Grænland var svo samþykkt sem nýr meðlimur FIDE. Reyndar aukameðlimur svo þeir fá ekki atkvæðisrétt en mér skilst að flest réttindi verði þeirra. Til dæmis að tefla undir eigin flaggi og þátttökuréttur á ólympíuskákmóti er mögulega. Sá sem þetta ritar lenti óvænt í því að þakka FIDE fyrir hönd Grænlands!

Skáksamband Norðurlanda hefur ákveðið að bjóða Grænlendingum að gerast meðlimur.

Stærsta málið á þinginu snerist á tillögu frá Kirgistan um að öllum hömlum á Rússa og Hvít-Rússa yrði hætt.

Það kom fram einhvers konar málamiðlun frá stjórn FIDE um að leyfa mögulega þáttttöku viðkvæmra hópa. Þó þannig að það mætti aldrei vera gert nema að fá samþykki alþjóðlega ólympiusambandsins. Margar þjóðir fóru í þann vagn – en flesar Evrópuþjóðirnar, þar sem taldar allar Norðurlandaþjóðirnar, greiddu atkvæði gegn öllum tilslökunum. Að lokum fór það svo að „málamiðlunin“ var samþykkt. 21 þjóð – greiddi atkvæði um fulla afléttingu.

Fína samantekt má finna á Chessdom.

Russian / Kyrgyz proposal rejected by the FIDE General Assembly

Á ECU-þinginu var mun meiri friður. Það var ákveið að EM einstaklinga fari fram í Rúmeníu í mars. Dagsetning sem hentar okkur vel – truflar hvorki Íslandsmót skákfélaga né Reykjavíkurskákmótið.

- Auglýsing -