Haustmóti TR lauk í gær. Svo fór að tvíburabræðurnir Bárður Örn og Björn Hólm urðu í 1. og 2. sæti. Bárður hlaut 7½ í skákunum 9. Leyfði aðeins 3 jafntefli. Björn Hólm varð annar með 7 vinninga. Tapaði í fyrstu umferð fyrir Bárði en leyfði eftir það aðeins tvö jafntefli. Sigurbjörn Björnsson varð þriðji með 6½ vinning. Þessir þrír höfðu mikla yfirburði.
Úrslit 9. umferðar
Benedikt Þórisson og Adam Omarsson urðu efstir TR-inga með 3½ vinning. Benedikt er hærri á oddastigum og fær því titilinn, skákmeistari TR.
Lokastaðan
B-flokkur
Jósef Omarsson (1889) fór með himinskautum og vann öurggan sigur. Hlaut 8½ vinning af 9 mögulegum! Var 3½ vinningi fyrir ofan næsta mann. Jósef fær keppnisrétt í a-flokki að næsta ári og hækkar um 136 skákstig fyrir frammistöðuna.
Markús Orri Jóhannsson (1845), Þorsteinn Jakob Freyr Þorsteinsson (1803), Mikael Bjarki Heiðarsson (1948) og Sigurður Páll Guðnýjarson (1814) komu næstir með 5 vinninga.
Lokastaðan
Opinn flokkur
Óttar Örn Bergmann Sigfússon hafði mikla yfirburði í opnum flokki. Hlaut 8½ vinning. Birkir Hallmundarson (1637) varð annar með 7 vinninga og Haukur Víðis Leósson (1620) þriðji með 6½ vinning.