Íslenska sveitin í opnum flokki Ólympíumótsins í skák mætir Japan í 10. umferð mótsins.
Hilmir Freyr hvílir í íslenska liðinu. Athygli vekur að 1. borðs maður Japan, CM Tran, er eldheitur og er með árangur yfir 2600 stigum í mótinu hingað til.
Íslenska sveitin í kvennaflokki mætir Filippseyjum. Jóhanna Björg hvílir í dag.
Umferðin hefst kl. 13:15 að íslenskum tíma.
- Auglýsing -