Íslandsmeistari Helgi Áss með gripi góða eftir verðskuldaðan sigur á Skákþingi Íslands 2024. — Ljósmynd/SÍ

Ólympíuskákmótið verður sett í Búdapest 10. september nk. og stendur til 22. september. Ísland sendir tvö lið til keppni og fram að móti kynnum við einn fulltrúa á dag. Nú kynnum við til leiks Íslandsmeistarann Helga Áss Grétarsson.

Nafn

Helgi Áss Grétarsson

Kasparov eða Carlsen?

Carlsen

Félag

Taflfélag Reykjavíkur

Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir Ólympíumótið nú? 

Það er fyrst og fremst skáklegi þátturinn sem hefur verið fyrirrúmi. Ég tók þátt í þrem alþjóðlegum skákmótum á tímabilinu 29. júní til og með 15. ágúst. Held svo áfram að æfa mig reglulega. Andlega reynir maður að fókusera á jákvæðni og leiðir til að þjálfa einbeitinguna. Því miður mætti líkamlegi þátturinn vera í betra standi, en svona er lífið!

Hvaða Ungverjar hafa teflt heimsmeistaraeinvígi í skák?

Peter Leko í opnum flokki og Zsusa Polgar í kvennaflokki. Held að Emanueal Lasker, heimsmeistari frá 1894-1921, hafi ekki teflt heimsmeistaraeinvígi við Ungverja. Hann tefldi hins vegar við Austurríkismanninn Karl Schlecter árið 1910 en þá voru Ungverjar í ríkjasambandi við Austurríki.

Hvað lið verður í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni á eftir Man. City?

Liverpool vinnur deildina.

Hvaða Ungverji var upphafsmaður Búdapest-afbrigðisins í lok 19. aldar? Manstu eftir einhverjum Íslendingum sem hafa teflt það í gegnum tíðina?

Veit ekki hver var upphafsmaðurinn. Davíð Ólafsson tefldi Búdapestarafbrigðið í gamla daga nokkuð reglulega sem og Gunnar Björnsson!

Bókin á náttborðinu?

Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi.

Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?

Þetta verður mitt sjöunda ólympíuskákmót, hin sem ég fór á voru Moskva 1994, Jerevan 1996, Elisa 1998, Bled 2002, Batumi 2018 og Chennai 2022.

Hvað er það síðasta sem þú horfðir á Netflix (eða annarri sjónvarpsveitu)?

Langt síðan ég horfið eitthvað á Netflix, minnir að það hafi verið Man Called Saul.

Hefurðu teflt á First Saturday-móti – eða öðru móti í Ungverjalandi?

Ég hef ekki teflt á FirstSaturday-móti en sumarið 2002 tefldi ég í lokuðu móti við Balaton-vatn sem goðsögnin Rigo stóð fyrir (núna eru haldin minningarmót um þann ágæta mann).

Hvernig finnst þér ungverks gúllassúpa?

Jafnan góð, ef vel framreidd.

Hvaða Íslendingur tapaði fyrir tveimur Polgar-systranna á Reykjavíkurskákmótinu 1988?

Sævar Bjarnason

Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu í opnum og kvennaflokki?

Kína í opnum flokki og Georgía í kvennaflokki.

Donald eða Kamala?

Hvorugt.

Besta skák sem þú hefur teflt á Ólympíuskákmóti eða annarri liðakeppni

Skákin á móti armenska stórmeistaranum Gabriel Sargissjan á Ólympíumótinu í Bled árið 2002 var allgóð.

Ding eða Gukesh?

Ding.

Sterkasti skákmaður, lífs eða liðinn, af ungverskum ættum? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð! 

Peter Leko

Helsta fyrirmynd í skák og af hverju?

Ein fyrirmynd er Alexander Aljékín, heimsmeistari í skák, 1927-1935 og svo 1937-1946, vegna þess hve dínamískur og hugmyndaríkur skákmaður hann var en í seinni tíð er Magnus Carlsen endalaus uppspretta innblásturs.

Við höldum svo áfram að kynna Ólympíufarinn – einn á dag!

- Auglýsing -