Ólympíuskákmótið verður sett í Búdapest 10. september nk. og stendur til 22. september. Ísland sendir tvö lið til keppni og fram að móti kynnum við einn fulltrúa á dag. Nú kynnum við til leiks Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur, varaforseta SÍ, sem er að tefla á sínu sjöunda ólympíumóti.

Nafn

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

Kasparov eða Carlsen?

Carlsen

Félag

Taflfélag Garðabæjar

Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir Ólympíumótið nú?

Æfa nýjar byrjanir, rifja upp algeng endatöfl og reglulegar taktíkæfingar. Almennt reyni ég að passa upp á svefn, mataræði og hreyfingu þar sem ég hef fundið fyrir sterkum tengslum milli þeirra þátta og líðan og gengi á stórmótum.

Hvaða Ungverjar hafa teflt heimsmeistaraeinvígi í skák?

Judith Polgar. Ábyggilega fleiri en ekki sem ég man eftir.

Hvað lið verður í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni á eftir Man. City?

Liverpool

Hvaða Ungverji var upphafsmaður Búdapest-afbrigðisins í lok 19. aldar? Manstu eftir einhverjum Íslendingum sem hafa teflt það í gegnum tíðina?

Ég bara þekki ekki það afbrigði þannig að ég hef bara ekki hugmynd

Bókin á náttborðinu?

Engin eins og er.

Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?

Þetta verður sjöunda Ólympíuskákmótið

Hvað er það síðasta sem þú horfðir á Netflix (eða annarri sjónvarpsveitu)?

Only murders in the building

Hefurðu teflt á First Saturday-móti – eða öðru móti í Ungverjalandi?

Aldrei teflt á móti í Ungverjalandi en ég bjó þar í þrjú ár og var í námi.

Hvernig finnst þér ungverks gúllassúpa?

Mjög góð! Hlakka mikið til að fá alvöru gúllassúpu aftur.

Hvaða Íslendingur tapaði fyrir tveimur Polgar-systranna á Reykjavíkurskákmótinu 1988?

Friðrik Ólafsson??

Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu í opnum og kvennaflokki?

Indland og Indland

Donald eða Kamala?

Kamala

Besta skák sem þú hefur teflt á Ólympíuskákmóti eða annarri liðakeppni

Veit ekki hvort þetta sé besta skákin en hún var allavega skemmtileg og í mínum anda!

Johannsdottir – Sabrina Abrorova (Chennai 2022)

Ding eða Gukesh?

Gukesh

Sterkasti skákmaður, lífs eða liðinn, af ungverskum ættum? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!

Veit ekkert um karlanna þannig að ég svara út frá mínum flokk, Judith Polgar!

Helsta fyrirmynd í skák og af hverju?

Ég hef eiginlega aldrei átt mér einhverja ákveðna fyrirmynd heldur horft til margra skákmanna sem mér finnst vera með skemmtilegan stíl eða hægt að nota í kennslu á einhvern hátt, má þar nefna Judith Polgar, Duda, Tal, Carlsen, Helga Ólafs. og Hjörvar.

Við höldum svo áfram að kynna Ólympíufarinn – einn á dag!

- Auglýsing -