Kristján Örn Elíasson hefur um margra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.
Um þátt gærdagsins segir svo.
Þeir Kristján og Jóhann gefa sér góðan tíma til að ræða þátttöku Íslendinga á Ólympíumótunum í skák í gegnum tíðina en fyrsta formlega Ólympíumótið fór fram í London árið 1927. Íslendingar tóku fyrst þátt þegar mótið var haldið í Hamborg í Þýskalandi árið 1930 og hafa ávallt verið á meðal þátttökuþjóða utan árin 1931, 1935 og 1950. Þeir ræddu Ólympíumótin í Buenos Aires 1939, Havana 1966, Möltu 1980, Dubai 1986, Manila 1992 og svo spáðu þeir og spekúleruðu í Ólympíumótinu í Ungverjalandi sem hefst í höfuðborginni Budapest í næstu viku en 1. umferð verður tefld 11. september. Margt annað kom til tals hjá þeim félögum, eins og skákfréttir líðandi stundar, sem hlusta má hér í spilaranum.
Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.