Ólympíuskákmótið verður sett í Búdapest 10. september nk. og stendur til 22. september. Ísland sendir tvö lið til keppni og fram að móti kynnum við einn fulltrúa á dag. Nú kynnum við til leiks reyndasta keppandann, Hannes Hlífar Stefánsson. Hannes er reynslumesti í liði Íslands – hefur teflt stanslaust síðan 1992!
Nafn
Hannes Hlífar Stefánsson
Kasparov eða Carlsen?
Auðvitað Kasparov hver nennir þessum endatöflum!
Félag
Áfram KR!
Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir Ólympíumótið nú?
Ég frétti það bara fyrir 10 dögum að ég væri í liðinu höfum við Hilmir og Helgarnir hist eitthvað.
Líka fengið að borða lunch á Salatbarnum en hittumst núna ekki fyrr en um 3-4 leitið þá er spurning hvort Ingvar getur ekki steikt fyrir okkur burger hinum meginn eftir æfingu?
Hvaða Ungverjar hafa teflt heimsmeistaraeinvígi í skák?
Var ekki elsta Polgar systirin heimsmeistari kvenna fyrir þó nokkrum árum? Jú Peter Leko telfldi við Kramnik og var næstum búinn að vinna hann.
Hvað lið verður í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni á eftir Man. City?
Hef lítið fylgst með enska boltanum!
Hvaða Ungverji var upphafsmaður Búdapest-afbrigðisins í lok 19. aldar? Manstu eftir einhverjum Íslendingum sem hafa teflt það í gegnum tíðina?
Veit ekki hvaða Ungverji fann upp Búdapest man eftir því að Stefán heitinn Kristjánsson beiddi Búdapest afbrigðinu og vann Héðin í Íslandsmótinu í skák
Bókin á náttborðinu?
Er ekki með neina bók á náttborðinu
Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?
Hef farið á Ól síðan 1992 teldu svo! Bara einu sinni verið á 3 borði held ég!
Hvað er það síðasta sem þú horfðir á Netflix (eða annarri sjónvarpsveitu)?
Horfði á í gær minni seriu Mastermind to think like a killer á Hulu áhugaverðir!
Hefurðu teflt á First Saturday-móti – eða öðru móti í Ungverjalandi?
Hef teflt á einu First Saturday telfdli lika á öðru skákmóti 1991 og líka EM landsliða í Debrecen 1992 einnig tefldum við í TR í EM taflélaga í Búdapest og unnum ungversk lið sem skipað var Polgar systrum 1989
Hvernig finnst þér ungverks gúllassúpa?
Ungversk Gúllassúpa er frábær!
Hvaða Íslendingur tapaði fyrir tveimur Polgar-systranna á Reykjavíkurskákmótinu 1988?
Var það ekki Gummi Gísla sem tapaði fyrir Polgar systrum?
Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu í opnum og kvennaflokki?
USA í opnum og Kína í kvenna.
Donald eða Kamala?
Kamala
Besta skák sem þú hefur teflt á Ólympíuskákmóti eða annarri liðakeppni
Veit ekki hvaða skák er best en ég vann einu sinni Adams í Bled.
Ding eða Gukesh?
Segi Gukesh en hver er ekki f**k sama.
Sterkasti skákmaður, lífs eða liðinn, af ungverskum ættum? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!
Ég myndi segja að besti skákmaður Ungverja sé Judit Polgar þótt Leko hafi náð lengra þá var hann svo friðsamur
Helsta fyrirmynd í skák og af hverju?
Helsta fyrirmyndin mín er David Navara af því hann bíður mér svo oft góðan daginn á íslensku!
Við höldum svo áfram að kynna Ólympíufarinn – einn á dag!
- GM Vignir Vatnar Stefánsson – opinn flokkur
- GM Guðmundur Kjartansson – opinn flokkur
- GM Hannes Hlífar Stefánsson – opinn flokkur
- GM Helgi Áss Grétarsson – opinn flokkur
- IM Hilmir Freyr Heimisson – opinn flokkur
- GM/FST Helgi Ólafsson – liðsstjóri
- WIM Olga Prudnykova – kvennaflokkur
- WGM Lenka Ptácníková – kvennaflokkur
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – kvennaflokkur
- WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir – kvennaflokkur
- Iðunn Helgadóttir – kvennaflokkur
- FM/FT Ingvar Þór Jóhannesson – liðsstjóri
- IA/FM Róbert Lagerman – skákstjóri
- Gunnar Björnsson – FIDE-dindill