Íslensku sveitirnar á Ólympíuskákmótinu í Búdapest töpuðu báðar sínum viðureignum í 6. umferð mótsins.
Sveitin í opnum flokki tapaði 0,5-3,5 gegn sterkri franskri sveit. Einungis Vignir Vatnar Stefánsson gerði jafntefli gegn MVL, Maxime Vachier-Lagrave (2731). Aðrir liðsmenn töpuðu.
Sveitin í kvennaflokki tapaði 1-3 gegn Svartfjallalandi. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir vann góðan sigur en aðrar töpuðu.
Frídagur er á Ólympíuskákmótinu á morgun, þriðjudag, en mótið heldur áfram á miðvikudaginn kl. 13:15 með 7. umferð.
- Auglýsing -