Jóhanna, Guðrún, Iðunn, Halla og Ingvar við upphaf mótsins.

Sjötta umferð Ólympíuskákmótsins hefst kl. 13:15 í dag! Andstæðingarnir í opnum flokki eru sterk sveit Frakka með MVL á fyrsta borði. Stelpurnar mæta sveit Svartfjallalands. Bæði liðin eru að tefla töluvert upp fyrir sig í dag.

Frídagur er á morgun.

Opinn flokkur

Íslenska sveitin í opnum flokki – Mynd: Maria Emelianova

Við fáum okkur annað evrópska lið í röð. Sjálfa Frakkana með sjálfan MVL á fyrsta borði gegn sjálfum VVS.

Franska sveitin er sú 14. sterkasta á pappírnum en til samanburðar eru við nr. 46 og Búlgararnir sem við unnum í gær voru nr. 24.

Hilmir Freyr Heimisson, sem hvíldi í gær, kemur aftur í liðið. Aldursforsetinn Hannes Hlífar Stefánsson hvílir.  Frakkarnir hvíla líka sinn aldursforseta, Laurent Fressinet.

Kvennaflokkur

Liðið í kvennaflokki mætir sveit Svarfjallalands.

Svartfellingar eru nr. 42 í styrleikalista sveita en til samanburðar verum við nr. 72.

Hallgerður Helga kemur aftur inn í liðið. Iðunn Helgadóttir hvílir og hafa nú allir liðsmenn íslensku liðanna nú hvílt í a.m.k. eina umferð.

Heimasíða mótsins

- Auglýsing -