Sjötta umferð Haustmóts TR fór fram í gær. Staðan á toppnum í a-flokki breyttist lítið því efstu menn unnu allir.
Bárður Örn Birkisson hefur 5 vinninga, Sigurbjörn Björnsson og Björn Hólm Birkisson koma næstir með 4½. Mikael Jóhann Karlsson er líka í baráttunni en hefur 4 vinninga.
Sjöunda umferð fer fram á miðvikudagskölviðd. Þá eru heldur betur mikilvægar viðureignir því þá mætast Mikael-Bárður og Sigurbjörn-Björn Hólm.
B-flokkur
Jósef Omarsson er efstur með 5½ vinning. Sverrir Sigurðsson kemur annar með 4 vinninga og á að auki inni eina frestaða skák. Kristján Örn Elíasson og Þorsteinn Jakob Freyr Þorsteinsson koma næstir með 3½ vinning.
Tveimur skákum er frestað v/NM skólasveita.
Úrslit 6. umferðar
Opinn flokkur
NM skólasveita situr smá svip á opna flokkinn. Sex skákmenn tóku yfirsetur – allt keppendur á NM!
Óttar Örn Bergmann Sigfússon er efstur með fullt hús. Birkir Hallmundarson og Pétur Úlfar Ernisson koma næstir með 4½ vinnng.
Sjöunda umferð í öllum flokkum hefst kl. 18:30 á miðvikudagskvöldið.