Íslenska sveitin í opnum flokki - Mynd: Maria Emelianova

Íslensku liðin á Ólympíuskákmótinu í Búdapest unnu góða sigra í 5. umferð.

Sveitin í opnum flokki lagði mjög sterka sveit Búlgaríu að velli, 2,5-1,5.
Vignir Vatnar Stefánsson varð að játa sig sigraðan með hvítu mönnum á fyrsta borði en Guðmundur Kjartansson svaraði með flottum sigri með svörtu á 2. borði. Hannes Hlífar gerði traust jafntefli á 3. borði en Íslandsmeistarinn Helgi Áss Grétarsson sigldi sigrinum heim með baráttusigri með svörtu á 4. borði.
Frábær úrslit hjá strákunum enda andstæðingarnir stigahærri á öllum borðum.

Íslenska sveitin í kvennaflokki vann 3-1 sigur á Madagascar. Lenka, Jóhanna og Guðrún Fanney tefldu allar af krafti og unnu nokkuð örugga sigra en Iðunn tapaði sinni skák.
Flott úrslit hjá liðinu gegn spræku liði Madagascar.

Sjötta umferð hefst kl. 13:15 á morgun.

Heimasíða mótsins

- Auglýsing -