Það er ekki bara teflt í Búdapest. Það er einnig FIDE-þing, aðalfundur ECU og fundur norræna skáksambandsins auk ýmissa annarra funda.
Í gær var svo Gala-kvöldverður haldinn þar sem FIDE veitti ýmiss verðlaun. Tvenn þeirra tengdust Íslandi!
Einvígi aldarinnar – einvígi allra tíma – var valinn skákviðburður allra tíma. Sá sem þetta ritar tók við verðlaununum fyrir hönd Skáksambands Íslands en tók það fram í ræðu að hann hafi átt lítinn þátt í þessu – hafi bara verið fjögurra ára. Voru nöfn Guðmundur G. Þórarinssonar og Friðrik Ólafssonar sérstaklega nefnd.
Best Photo: Anastasia Karlovich
Best Social Media Influencer: Hikaru Nakamura
Best Journalist: Leonard Barden
Most Memorable FIDE Tournament: World Championship Match 1972: Spassky vs. Fischer pic.twitter.com/ZOJWqYogS7— International Chess Federation (@FIDE_chess) September 20, 2024
Friðrik Ólafsson var svo heiðraður fyrir hans framlag til skákarinnar.
Additionally, there were eight special FIDE 100 medals from the FIDE President Arkady Dvorkovich honoring those who have significantly contributed to chess development throughout their careers: Fridrik Olafsson, Nona Gaprindashvili, Xie Jun, Smbat Lputian, Faig Gasanov, Geurt… pic.twitter.com/jtxXXukGws
— International Chess Federation (@FIDE_chess) September 20, 2024
Á morgun hefst svo aðalfundur FIDE. Töluverða spenna er í loftinu þá minni en á kosningaárum. Það sem veldur mestu spennunni er tillaga frá Kirgistan um að aflétta öllum hömlum á þátttöku Rússa og Hvít-Rússa á viðburðum FIDE.
Er óhætt að segja að sú tillaga hafi fengið blendnar móttöku í Evrópu samanber samþykkt stjórnar Skáksambands Evrópu þar sem hvatt er til þess að engar tilslakanir gagnvart Rússlandi og Belarús eigi sér stað
At its meeting in Budapest on 18 September, the ECU Board issued the following statement in connection with the discussion on the IOC sanctions against Russia and Belarus and the violation of the sports jurisdiction of the Ukrainian Chess Federation. @iocmedia @uachessfed… pic.twitter.com/LpkIbcfjWN
— European Chess Union (@ECUonline) September 19, 2024
Magnús Carlsen gerði svo enn betur og á afmælishátíð FIDE í gær og gær. Hann sjálfur telur sig ekki besta skákmann allra tíma, heldur Kasparov, og kom skilaboðum á framfæri til aðalfundargesta um afstöðu sína um tilslakanir til Rússa og Hvít-Rússa.
Thank you❤️pic.twitter.com/ji8kJk0vgJ
— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) September 19, 2024