Það er ekki bara teflt í Búdapest. Það er einnig FIDE-þing, aðalfundur ECU og fundur norræna skáksambandsins auk ýmissa annarra funda.

Í gær var svo Gala-kvöldverður haldinn þar sem FIDE veitti ýmiss verðlaun. Tvenn þeirra tengdust Íslandi!

Nánar á heimasíðu FIDE

Einvígi aldarinnar – einvígi allra tíma – var valinn skákviðburður allra tíma. Sá sem þetta ritar tók við verðlaununum fyrir hönd Skáksambands Íslands en tók það fram í ræðu að hann hafi átt lítinn þátt í þessu – hafi bara verið fjögurra ára. Voru nöfn Guðmundur G. Þórarinssonar og Friðrik Ólafssonar sérstaklega nefnd.

Friðrik Ólafsson var svo heiðraður fyrir hans framlag til skákarinnar.

Á morgun hefst svo aðalfundur FIDE. Töluverða spenna er í loftinu þá minni en á kosningaárum. Það sem veldur mestu spennunni er tillaga frá Kirgistan um að aflétta öllum hömlum á þátttöku Rússa og Hvít-Rússa á viðburðum FIDE.

Er óhætt að segja að sú tillaga hafi fengið blendnar móttöku í Evrópu samanber samþykkt stjórnar Skáksambands Evrópu þar sem hvatt er til þess að engar tilslakanir gagnvart Rússlandi og Belarús eigi sér stað

Magnús Carlsen gerði svo enn betur og á afmælishátíð FIDE í gær og gær. Hann sjálfur telur sig ekki besta skákmann allra tíma, heldur Kasparov, og kom skilaboðum á framfæri til aðalfundargesta um afstöðu sína um tilslakanir til Rússa og Hvít-Rússa.

- Auglýsing -