Kringluskákmótið 2024 fer fram fimmtudaginn 26. september, og hefst það kl. 16:30. Mótið fer fram í Kringlunni, en að mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, með aðsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi við markaðsdeild Kringlunnar. Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is (Guli kassinn).
Hámarkfjöldi keppenda er 40 manns og því er ekki hægt að tryggja þátttöku nema að skrá sig til leiks. Einnig er hægt að skrá sig í síma 8629744 (Gunnar). Fyrirkomulag mótsins er þannig að keppendur draga fyritækjaspjald úr hatti, sem keppandinn síðan teflir fyrir í mótinu. Skráningu líkur kl 12.00 að hádegi á mótsdag. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútur í umhugsunartíma. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.
Sigurvegarinn mótsins hlýtur titilinn Kringuskákmeistari 2023 og forlátan verðlaunagrip að auki. Þrjár efstu konur og þrjú efstu ungmenni 15. ára og yngri og þrjár efstu í stúlkur 15. ára og yngri fá sérstök verðlaun (Verðlaunagrip fyrir efsta sætið og verðlaunapeningur fyrir annað og þriðja sætið). Núverandi Kringlumeistari er Björn Þprfinnsson (2022), sem telfdi fyrir Decode. Skákstjórar á mótinu verða Haraldur Baldursson og Kristján Örn Elíasson.
- Kringlumeistari 2015: Björn Þorfinnsson
- Kringlumeistari 2016: Ingvar Þór Jóhannesson
- Kringlumeistari 2017: Omar Salama
- Kringlumeistari 2018: Vignir Vatnar Stefánsson
- Kringlumeistari 2019: Björn Þorfinnsson
- Kringlumót 2020: Féll niður
- Kringlumót 2021: Féll niður
- Kringlumót 2022: Jóhann Hjartarson
- Kringlumótið 2023: Björn Þorfinnsson