Fyrri umferð dagsins er nýlokið á Íslandsmóti skákfélaga. Fjölnismenn unnu stórsigur á Breiðabliki og hafa fullt hús stiga. Taflfélag Reykjavíkur gerði jafntefli við KR og er í öðru sæti með 5 stig. Þessar sveitir mætast í síðari umferð dagsins.

Hér má sjá örfrétt um stöðu mála. Ingvar Þór, mun gera betri grein fyrir gangi mála, í frétt í kvöld.

Úrvalsdeild – Kvikudeildin

Fjölnir vann öruggan sigur á Breiðabliki, 6,5-1,5. Leyfðu aðeins jafntefli á þremur efstu borðunum.

Úrslit dagsins

Staðan

  1. Fjölnir 6 stig
  2. TR 5 stig
  3. KR 3 stig
  4. Breiðablik 2 stig
  5. TV 2 stig
  6. TG 0 stig

1.deild

Í öðrum deildum er úrvalsdeild er tveimur umferðum lokið. Mikil spenna er í 1. deild Þar eru Víkingaklúbburinn, Skákfélag Akureyrar og b-sveit Taflfélags Reykjavíkur eru efst með 4 stig.

2.deild

B-sveit Fjölnis og c-sveit Taflfélags Reykjavíkur eru á toppnum með fullt hús stiga. C-sveit Breiðabliks er í þriðja sæti með 3 stig.

3.deild

C-sveit KR er á toppnum með fullt hús stiga. Goðinn og c-sveit Taflfélags Garðabæjar hafa 3 stig.

4.deild

Sex sveitir hafa fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Það eru a- og b-sveitir Skákfélags Íslands, d-sveit KR, Taflfélag Snæfellsbæjar, Snóker og Poolstofan og öldungasveit KR.

Seinni umferð hefst kl. 17:30. Síðasta umferð þessarar keppnishelgar hefst á sunnudeginum klukkan 11:00.

- Auglýsing -