U2000 skráning til 18:15 á skákstað.

Y2000 skráning til 17:00 og parað klukkutíma fyrir umferð. 

Hið árlega U2000 mót hefst næstkomandi miðvikudag. Fyrirkomulag verður hefðbundið, þátttökurétt hafa skákmenn undir 2000 elóstigum. Jafnhliða mótinu verður Yfir 2000 mót með sama fyrkomulagi.

Fyrirkomulag mótanna:

Undir 2000 mótið 

Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig, þ.e. allt frá 0 að 1999 skákstigum. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Einnig bætast við 15 mínútur á klukkuna eftir 40 leiki. Leyfðar eru tvær yfirsetur í umferðum 1-5 sem skal tilkynna skákstjóra fyrir lok umferðarinnar á undan en 1/2 vinningur fæst fyrir yfirsetu. Teflt er einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum kl. 18.30, í Skákhöll félagsins að Faxafeni 12.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Sigurvegarar fyrri ára

Dagskrá
1. umferð: 9. október kl. 18.30
2. umferð: 16. október kl. 18.30
3. umferð: 23. október kl. 18.30
4. umferð: 30. október kl.18.30
5. umferð: 6. nóvember kl. 18.30
6. umferð: 13. nóvember kl. 18.30
7. umferð: 20. nóvember kl. 18.30

Sjálfkrafa tap dæmist á keppanda sem mætir á skákstað meira en 30 mínútum eftir upphaf umferðar.

Tímamörk: 90 mín á alla skákina + 30 sek viðbót eftir hvern leik. 15 mínútur bætast við eftir 40 leiki.

Verðlaun: 1. sæti kr. 35.000, 2. sæti kr. 25.000, 3. sæti kr. 10.000. Hort-kerfi gildir.

Röð mótsstiga (tiebreaks):  1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis viðureign 4. Fleiri sigrar

Þátttökugjöld: 18 ára og eldri kr. 6.000, kr. 4.000 fyrir félagsmenn í TR. 17 ára og yngri kr. 3.000, frítt fyrir félagsmenn í TR.

Skákstjórn: Jon Olav Fivelstad verður aðaldómari.

Fyrirspurnir: taflfelag@taflfelag.is

 

Yfir 2000 mótið 

Nákvæmlega sama fyrirkomulag nema fyrir skákmenn með 2000 stig og meira. Þeir skákmenn sem hafa farið yfir 2000 skákstig frá 1. janúar 2024 mega velja Y2000 flokkinn:

Sama dagskrá, sömu tímamörk, sömu verðlaun, sömu mótsstig og sömu þátttökugjöld.

Skráningarform

Þegar skráðir keppendur

- Auglýsing -