Góður árangur Þröstur Þórhallsson fékk flesta vinninga íslensku sveitarinnar. — Ljósmynd/Heimasíða HM öldunga

Fide uppfærði at- og hraðskákstig þann 1. október 2024

Atskák

Helstu tíðindin á atskáklistanum voru þau að nú er meira en ár liðið frá því að Helgi Ólafsson (2504) tefldi atskák og telst því óvirkur. Þröstur Þórhallsson (2468) er því stigahæsti atskákmaður landsins. Olga Prudnykova (2164) er enn stigahæst kvenna.

Sömu sögu er að segja af þeim Helga og Þresti á lista yfir skákmenn á vizkualdrinum þar sem Þröstur tekur toppsætið. Alexandr Domalchuk-Jonasson (2294) tefldi svo sínar fyrstu atskákir í meira en ár og komst þar með í efsta sæti í U20 flokknum, þrátt fyrir að missa 15 stig.

Hraðskák

Vignir Vatnar Stefánsson (2495) er enn stigahæstur íslenskra skákmanna í hraðskák en hann bætti við sig heilu stigi í mánuðinum. Hann stefnir líklega upp fyrir 2500 stigin á VignirVatnar.is x Snoker & Pool á laugardaginn.

Olga Prudnykova (2143) er stigahæst skákkvenna í hraðsskák.

 Alexandr Domalchuk-Jonasson (2259) er stigahæstur ungmenna eftir að hafa bætt við sig 41 stigi í mánuðinum. Hannes Hlífar Stefánsson (2434) er stigahæstur á vizkualdrinum.

Breytingar

Í atskák hækkaði Kristófer Orri Guðmundsson (1964) um 65 stig og Markús Orri Óskarsson (1972) hækkaði um 61 stig. Sigurbjörn Hermannsson (1763 & 1983) var þriðji í hækkun í atskák, 47 stig, og hækkaði mest í hraðskák, 95 stig. Iðunn Helgadóttir (1787) hækkaði um 87 stig í hraðskák og Markús Orri Jóhannsson (1837) hækkaði um 86 stig.

Af stigahærri skákmönnum er áhugavert að sjá Dag Ragnarsson (2339) hækka um 66 stig í hraðskák.

Fjöldi

Kristófer Orri Guðmundsson sýnir að það er vinna á bakvið þá staðreynd að hann hækkaði mest í atskák í mánuðinum en hann tefldi líka mest eða 19 skákir. Kristján Örn Elíasson tefldi mest í hraðskák eða 54 skákir, tveim meira en Björgvin Kristbergsson.

Nýliðar

Fjórir skákmenn koma nýir inn á lista í atkskák, Pranav Sivakumar (1832) kemur inn með flest stig.

Í hraðskák koma 15 nýir inn á lista. Eggert Lárusson (1960) þeirra stigahæstur.

 

 

 

- Auglýsing -