Ein umferð fór fram í dag á Uppsala Young Masters. Íslensku keppendurnir og TR-ingarnir Adam Omarsson (2001) og Benedikt Þórisson (2000) mættust innbyrðis í 4. umferð. Báðir fór þeir nokkuð vel af stað. Eftir tap í fyrst umferð gegn stigahæstu mönnum mótsins unnu þeir báðir tvo sigra.
Skák dagsins lauk með jafntefli. Jafnteflislegt hróksendatafl kom upp úr Najdorf-afbrigðinu eftir sviptingar í miðtaflinu.
Benedikt og Adam hafa báðir 2,5 vinning eftir 4 umferðir og mega vel við una!
- Auglýsing -