Áskell á toppnum Haustmóti SA.

Alþjóðlegi meistarinn Áskell Örn Kárason fór vel af stað á EM 65+ og vann sínar fyrstu tvær skákir. Í þriðju umferðinni á sunnudeginum gerði Áskell jafntefli og má vel við una!

Áskell er númer 38 í stigaröðinni á mótinu og hafði farið vel af stað eins og áður sagði með 2 vinninga úr 2 skákum. Góður sigur í 2. umferð gegn sænska alþjóðlega meistaranum Nils-Gustaf Renman (2312) tryggði Skákmeistara Akureyrar áframhaldandi setu á sýningarborðum. Þar mætti Áskell spænska alþjóðlega meistaranum Joan Pomes Marcet (2201) og hafði hvítt.

Eftir smávægilega ónákvæmni í miðtaflinu stóð Áskell örlítið verr en aldrei nógu alvarlega til þess að hafa þyrfti einhverjar áhyggjur. Jafneflisboð var á boðstólnum þegar taflið var orðið nokkuð gelt og boðið samþykkt.

2,5 vinningar stilla Áskeli upp í 4-19. sæti ásamt ekki ómerkari mönnum en John Nunn og Ljubomir Ftacnik! Áskell er áfram á sýningarborðum í 4. umferð og mætir þar alþjóðlega meistaranum Evgueni Chevelevitch (2312) frá Þýskalandi.

- Auglýsing -