Kristján Örn Elíasson hefur um margra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.
Í gær mættu Guðmundur G., Einar Ess og Hilmar í Skipholtið. Í kynningu um þáttinn segir:
Eins og flestir vita sem fylgjast með skák veitti Alþingi Fischer íslenskan ríkisborgararétt þann 21. mars árið 2005. Hann lést í Reykjavík 17. janúar 2008 eftir baráttu við alvarleg nýrnaveikindi. Hann var jarðsettur í kyrrþey að eigin ósk í kirkjugarði Laugardæla í Flóa.
Í þættinum rifja þeir upp „gömlu góðu dagana“ en einnig segja þeir frá, að á 100 ára afmæli FIDE sem haldið var í Búdapest fyrir stuttu hafi heimsmeistaraeinvígið í skák 1972 verið valið „Minnisstæðasti skákviðburður allra tíma“ í sögu FIDE. Auk þess var Friðriki Ólafssyni, fyrrverandi forseta FIDE veitt þakkarviðurkenning fyrir störf hans í þágu Alþjóðaskáksambandsins (FIDE).
Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.