Þjálfaranefnd ECU, undir forystu Íslandsvinarins, Ivan Sokolov, býður upp á þjálfaranámskeið sem fram fer 25. nóvember – 5. desember.
Afar vel er látið af þessum námskeiðum en meðal kennara eru margir af virtustu þjálfurum heims og þar með talið Guðmundur okkar Kjartansson.
Kennarar eru svokallað stórskotalið: GM Ivan Sokolov, GM Adrian Mikhalchishin, GM Efstratios Grivas, GM Antoaneta Stefanova, GM Miguel Illescas, GM Gudmundur Kjartansson, and WGM Jana Krivec.
Þegar hafa auk Guðmundar, Lenka Ptácníková, Davíð Kjartansson, Róbert Lagerman sótt námskeiðið og látið vel af.
- Auglýsing -