Alþjóðlegi meistarinn Áskell Örn Kárason náði sér í sigur í langri skák í sjöundu umferð á EM 65+ á Lignano í Ítalíu. Áskell hafði hvítt gegn fransmanninum FM Alain Fayard (2153).
Skákin var ekki í beinni en skv. FB-uppfærslu Áskels var skákin í 6+ klukkutíma og lengsta skákumferðarinnar. Áskell vann í 88 leikjum.
Áskell hefur nú 4,5 vinning af 7 og situr í 14-26. sæti. Zurab Sturua er enn einn efstur með 6,5 vinning.
Í áttundu umferð og í beinni útsendingu á 9. borði hefur Áskell hvítt gegn FM Kurt Petschar (2191) frá Austurríki.
- Skákir á lichess
- Chess-Results (passa að smella á 65+)
- Úrslitasíða (torlæsileg!)
- Auglýsing -