Heimsmeistaramót Ungmenna í flokkum U18, U16 og U14 fer fram þessa dagana í Florianopolis í Brasilíu. Ísland á einn keppenda á mótinu en Josef Omarsson (2047) tekur þátt í U14 flokknum.
Josef er númer 31 í stigaröð af 118 keppendum. Josef hafði 1 vinning eftir 2 umferðir.
Josef lagði að velli heimamann í þriðju umferðinni að nafni Kim Paul Mariani (1814). Josef stýrði hvítu og náði hnitmiðaðri sókn sem bar árangur. Skákin var ekki í beinni en Skak.is bárust þessar stöðumyndir:
Hrókur til e1 undirbjó fórnina á f7-reitnum og lét Josef svo til skarar skríða í næsta leik.
Umferðir hefjast að jafnaði um 18:00 að íslenskum tíma og útsendingar 18:15.
- Auglýsing -