Ingvar Þór Jóhannesson, FIDE meistari, formaður Taflfélags Reykjavíkur og landsliðsþjálfari kvenna í skák mætir til Taflfélags Garðabæjar í Miðgarð í kvöld og kennir hvernig best sé að haga undirbúningi fyrir andstæðing í kappskák.
Í kjölfarið verður hefðbundið skákkvöld þar sem GM titill (GarðabæjarMeistari) er í boði fyrir sigurvegarann.
Aðgangur er ókeypis og allir geta komið.
- Auglýsing -