Skákþing Garðabæjar 2024 hefst fimmtudaginn 21. nóvember. Mótið er einnig lokamót Brim mótaraðarinnar sem hófst 2020.
Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til alþjóðlegra stiga.
Mótsstaður: Miðgarður íþróttahús Vetrarmýri 18. 3. hæð. Garðabæ.
Umferðatafla:
Verðlaunaafhending og Hraðskákmót Garðabæjar fer fram mánudaginn 25. nóvember. kl 19:00
1.-4. umf. fimmtudaginn 21. nóv. kl. 18:00 – atskákir.
5. umf. föstudaginn 22. nóv. kl. 17:00
6. umf. laugardaginn 23. nóv.. kl. 13:00
7. umf. sunnudaginn 24. nóv. kl. 13:00
Hægt er að sjá skáningu með því að smella hér.
Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Aðalskákstjóri er Páll Sigurðsson.
upplýsingar tg@tafl.is
Tímamörk fyrir atskákirnar eru 15 mínútur með 5 sek sem bætast við hvern leik. Tímamörk fyrir kappskákirnar eru 90 mínútur og 30 sek sem bætast við hvern leik.
Mótið er opið öllum og er ein hjáseta leyfð til og með 5 umf. Tilkynna þarf hjásetu fyrir lok umferðarinnar á undan. Frestun skáka er ekki möguleg.
Verðlaun auk verðlaunagripa:
Heildarverðlaun fyrir efstu 3 sæti uþb. 70% af greiddum keppnisgjöldum, skipt eftir Hort Kerfinu.
Verðlaun skiptast (50/30/20). Lágmarksverðlaun í fyrsta sæti er 50.000. kr.
Röð mótsstiga (tiebreaks): 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis viðureign 4. Sonnenborn-Berger. 5. oftar svart.
Mótið er um leið Skákþing Taflfélags Garðabæjar. (keppt er um titilinn ef jafnt).
Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.
Þátttökugjöld:
Félagsmenn Fullorðnir 4000 kr. 17 ára og yngri ókeypis.
Aðrir. Fullorðnir 6000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 3000 kr
IM/WIM og GM/WGM greiða ekki þáttökugjöld.
Skákmeistari Garðabæjar og Skákmeistari Taflfélags Garðabæjar árið 2023 er Lenka Ptacnikova stórmeistari kvenna.
Verðlaunasjóður fyrir samanlagðan árangur úr mótunum 6.
Heildarkeppni.
1. sæti. 125. þús, 2. sæti. 75 þús, 3. sæti. 50 þús.
Efsta skákkonan 33 þús.
Efstur U1900 skákstigum. júní listinn 2020: 33 þús.
Efstur 17 ára og yngri: 33 þús.
Stigakeppnin: Virkar þannig að stig eru veitt fyrir efstu 10 sætin. 1. stig 10. sæti, 2 stig fyrir 9. sæti og svo framvegis. Fyrir fyrsta sæti í hverju móti eru 12 stig veitt. Aukastig fyrir sigur í hraðskákmótinu eftir aðalmótið. Stigakeppnir með sama sniði vera einnig notaðar til að reikna út aukaverðlaun. 4. bestu mót hvers þátttakanda gilda í stigakeppninni.
Mót 1. TR 19.-.21. júní 2020.
Mót 2. TR 26.-28. febrúar 2021.
Mót 3. TR 11.-13. júní 2021.
Mót 4. Goðinn – Húsavík 25.-27. mars 2022.
Mót 5. Boðsmót TR 2.-4. júní 2023.
Mót 6. Skákþing Garðabæjar 21. nóv til 24. nóv. 2024. Hraðskákmótið verður 25. nóv.
Staða efstu manna í aðalstigakeppninni að afloknum 5 mótum af 6:
Nafn | Stig | Fjöldi móta |
Davíð Kjartansson | 34 | 4 |
Vignir Vatnar Stefánsson | 33 | 3 |
Lenka Ptacnikova | 29 | 4 |
Alexander Oliver Mai | 17 | 3 |
Örn Leo Johannsson | 16 | 2 |
Almenn kynning á mótaröðinnni:
Taflfélag Reykjavíkur í samstarfi með Skákfélaginu Goðanum og Taflfélagi Garðabæjar BRIM skákmótaröðina 2020 til 2024.
Haldin verða 6 helgarskákmót, fjögur í TR, eitt á Húsavík og lokamótið verður í Garðabæ
Brim er aðalstyrktaraðili mótaraðarinnar ásamt Skáksambandi Íslands. Keppt verður um glæsileg verðlaun. 350 þús. króna verðlaunasjóður er fyrir bestan samanlagðan árangur. Það verður stigakeppni þar sem fjögur bestu mót hvers skákmanns gilda.