Áskorandinn ungi Dommaraju Gukesh frá Indlandi jafnaði í dag metin í heimsmeistaraeinvígi hans og ríkjandi Heimsmeistara Ding Liren frá Kína. Gukesh stýrði hvítu mönnunum og opnaði í þetta skiptið með drottningarpeði og náði að snúa á Heimsmeistarann. Mikilvægur sigur fyrir Gukesh upp á sjálftraust og eins í hans vegferð að verða yngsti Heimsmeistari sögunnar!
Gukesh virtist vel undirbúinn í drottningarbragði og beitti hugmynd sem Kramnik hafði notað gegn landa hans, Arjun Erigaisi á Heimsmeistaramóti liða í atskák 2023. Ding notaði mun meiri tíma í byrjuninni og fór í krítíska línu þar sem biskup hans fer djúpt inn í herbúðir hvíts á c2 reitnum. Gukesh var reiðubúinn
11.Bf4 var leikið nokkuð rösklega af Indverjanum unga. Hér leyndist fyrsta lúsin. Svartur má alls ekki taka eitraða peðið á b3 11…Bxb3?! vegna 12.Rd2 og biskupinn er í vandræðum. Biskupinn tapast ef hann fer á c2 eftir Hc1 og 12…Bc4 er svarað með 13.Rxc4 dxc4 14.e3 og hvítur hefur yfirburðatafl þar sem 14…b5?
…er svarað með 15.Rxb5! og svartur er í vandræðum á löngu skálínunni h1-a8.
Ding tók því ekki peðið og lék 11…h5 og fann að mestu bestu leikina. 14…Hg8! var góður leikur (hótar …g5) og svartur náði að leysa vandamálið með hvítreitabiskupinn. Of mikill tími fór hinsvegar í þennan part skákarinnar hjá Ding sem eyddi alltof miklum tíma.
Ding, klukkutíma undir á klukkunni, lék ónákvæmt með 18…Hh5?! þar sem nú lendir biskupinn í vandræðum. Eftir t.d. 18…Be7 19.Bf4 getur svartur leikið 19…Bf5 og stendur e.t.v. örlítið betur ef eitthvað er.
Gukesh fékk betra í framhaldinu og náði að vinna biskupinn
23.Re2! var eini leikurinn til að halda betra tafli á hvítt og mögulega eitthvað sem Ding gæti hafa misst af í útreikningum fyrr í skákinni.
Yfirburðir Gukesh voru orðnir nægjanlegir hér til vinnings og hann gerði engin mistök og hafði auk þess nægt tímaforskot til að gera engin mistök.
Mikilvægur sigur fyrir Gukesh og keppendur fara nú jafnir 1,5-1,5 inn í fyrsta frídaginn á morgun.
Blaðamannafundur
Fjórða skákin fer fram á föstudaginn. Skákirnar hefjast klukkan 09:00 á íslenskum tíma. Tefldar eru þrjár skákir og svo er frídagur.
- Heimasíða einvígisins
- Skákir einvígisins á lichess
- Skákir einvígisins á chess.com
- Ofurtölvurannsóknir Sesse
Stúderingar á skák #3:
Skákmenn eru eiginlega „yfirspilltir“ þegar kemur að aðgengi að efni frá heimsklassaskákmönnum. Hér að neðan eru nokkur dæmi um stúderingar á 3. skákinni. Þeir sem hafa verið að gera vídeó-samantektir hingað til eru menn eins og Carlsen, Caruana og Hikaru ásamt Kramnik tjá sig um gang mála!
Fabiano Caruana stórmeistari í C-Squared podcastinu.
Daniel King – stórmeistari
Hikaru Nakamura – stórmeistari
Aman Hambleton stórmeistari á Chessbrah rásinni.
Vladimir Kramnik 14. Heimsmeistari