Helgina 22-24 nóvember fór fram annað mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur á tímabilinu 2024-25. Þetta sinn voru 25 keppendur skráðir til leiks. Þetta var 50 mótið frá upphafi og hefur fest sig í sessi sem einn besti vettvangur til að kynnast lengri tímamörkum og skákskriftum. Mótið fór vel fram þrátt fyrir að vera í minni sniðum en undanfarið.

Vindum okkur þá að mótinu

Haukur Víðis og Örvar Hólm
Haukur Víðis og Örvar Hólm

Úrslita skákin reyndist vera strax í 4.umferð þegar Haukur og Örvar mættust.  Eftir smá mistök í byrjunni hjá svörtum fékk Haukur stöðu sem var hartnær unnin. Örvar kom sterkur til baka og náði að byggja upp trausta Benoni uppstyllingu sem reyndist erfitt að brjótast í gegnum. Í lokinn ákvað Örvar að taka peð sem báðir keppendur héldu að væri eitrað og gaf skákina í framhaldi.

Fyrir loka umferðina var Haukur Víðis í góðri stöðu og nægði jafntefli til að tryggja sér óskipt fyrsta sæti.

Dagur Kári og Haukur Víðis
Dagur Kári og Haukur Víðis

Í loka umferðinni mætti hann Degi Kára. Í miðtaflinu bauð Haukur upp á drottningar uppskipti. Eftir að Dagur hafnaði uppskiptunum og hörfaði með drottninguna tapaðist mikilvægt peð í vörninni og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Hauk. Haukur endaði þar með mótið með 7. vinninga og fullu húsi.

Katrín Ósk og Örvar Hólm
Katrín Ósk og Örvar Hólm

Á öðru borði var það Örvar sem stöðvaði sigurgöngu Katrínar Ósk. Örvar hólm endaði einn með 6. vinninga.

Jóel Helmer og Þór Jökull
Jóel Helmer og Þór Jökull

Lengsta skák umferðinnar var á þriðja borði þar sem Jóel og Þór Jökull tefldu. Eftir góðan byrjunar undirbúning gegn Grünfeld byrjuninni var Jóel búinn að byggja upp algjöra yfirburðastöðu. Eftir ákveðnar flækjur byrjaði staðan hins vegar að leysast upp og í tímahrakinu hafði Þór Jökull betur sem tryggði honum óskipt þriðja sæti í mótinu með 5. vinninga.

Efst stúlkna var að þessu sinni Katrín Ósk með 4. vinninga eftir tvo sanfærandi sigra á lokadeginum. Vinningi á eftir henni var systir hennar Emilía Klara. Í þriðja sæti var Marey Kjartansdóttir sem er fastagestur á Bikarsyrpumótunum.

Úrslit eftir 7.umferðir
Úrslit eftir 7.umferðir
Örvar Hólm, Haukur Víðis, Þór Jökull
Örvar Hólm, Haukur Víðis, Þór Jökull

🥇Haukur Víðis Leósson 7

🥈Örvar Hólm Brynjarsson 6

🥉Þór Jökull Guðbrandsson 5

Marey, Katrín Ósk, Emilía Klara
Marey, Katrín Ósk, Emilía Klara

🥇Katrín Ósk Tómasdóttir 4.0

🥈Emilía Klara Tómasdóttir 3

🥉Marey Kjartansdóttir 

Taflfélag Reykjavíkur vill þakka öllum keppendum fyrir þátttöku og vonumst við til að sjá sem flesta á næsta móti. Næsta mót í Bikarsyrpuröð T.R. Fer fram á næsta ári. Hægt er að sjá lokastöðu mótsins og öll úrslit á Chess-results: Bikarsyrpa II 2024

- Auglýsing -