Kristján Örn Elíasson hefur um margra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.
Í gær mætti Helgi Áss Grétarsson í Skipholtið. Í kynningu um þáttinn segir:
Björgvin Víglundsson, margreyndur skákmeistari og byggingaverkfræðingur, er gestur Kristjáns Arnar í þessum þætti. Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari og núverandi Íslandsmeistari í skák er gestur Kristjáns Arnar að þessu sinni. Umræðuefnið er heimsmeistaraeinvígið í Singapúr þar sem heimsmeistarinn Ding Liren frá Kína leitast við að verja heimsmeistaratitilinn gegn áskorandanum Gukesh Dommaraju frá Indlandi. Einvígið hófst 25. nóvember og stendur til 13. desember eða þar til annar hefur náð 7.5 vinningi en tefldar verða 14 kappskákir. Staðan í einvíginu er jöfn eftir að tefldar hafa verið þrjár umferðir. Ding vann fyrstu skákina, næsta fór jafntefli og í dag vann Gukesh og jafnaði þannig stöðuna í einvíginu fyrir fyrsta hvíldardaginn en frídagur er á morgun [Í gær]. Helgi verður einnig með Kristjáni í næsta þætti eftir viku en þeir ætla að fylgjast vel með einvíginu og fara yfir sögu heimsmeistaraeinvígjanna og segja skákfréttir líðandi stundar.
Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.
- Auglýsing -