Í baráttunni á NM Hjörvar Steinn Grétarsson. — Ljósmynd/Ómar Óskarsson.

Hjörvar Steinn Grétarsson varð Íslandsmeistari í Netskák eftir úrslitaeinvígi gegn Helga Ólafssyni sem fram fór á ARENA annað kvöld. Íslandsmótið í Netskák hefur sigtað út bestu skákmenn Íslands undanfarnar vikur með útsláttarkeppni þar sem flestir af bestu skákmönnum Íslands tóku þátt.

Skak.is var búið að spá vandlega í spilin eins og sjá mér hér. Spennan var mikil og flestir áttu von á gríðarlega spennandi einvígi þar sem kynslóðirnar myndu mætast.

Fyrsta skákin endaði á að skilgreina einvígið. Helgi hafði hvítt og hafði lengi vel tögl og haldir og neyddi Hjörvar til þess að fórna skipamun. Hjörvar hélt lengi mótspili í gangi en var við það að missa tökin þegar Helgi virtist lenda í svokölluðu „mouseslip“ og missti drottningu sína beint í dauðann og Hjörvar nýtti það og tók fyrsta sigurinn.

Í kjölfarið virtist Hjörvar fyllast eldmóð og Helgi á móti aðeins missa móðinn við þessi mistök í fyrstu skákinni. Í fyrstu pásu eftir fjórar skákir hafði Hjörvar náð ótrúlegu skori, 4-0 og staðan orðin nánast óyfirstíganleg fyrir Helga.

Helgi tefldi betur eftir pásuna en þrátt fyrir að standa til vinnings í fimmtu skákinni náði Hjörvar að bjarga jafntefli og svo vinna sjöttu skákina. Helgi var á þessum tímapunkti kominn með bakið þétt upp við vegginn og Hjörvar gaf engan grið og vann næst skák og lokatölurnar því ótrúlegar, 5,5-0,5 Hjörvari í vil….úrslit sem nánast enginn átti von á!

Skákir kvöldsins má nálgast hér að neðan: (smellið á punktana til að velja skákir)

Útsending Úrslitakvöldsins:

- Auglýsing -