Kristján Örn Elíasson hefur um margra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.
Í gær mætti Helgi Áss Grétarsson í Skipholtið. Í kynningu um þáttinn segir:
Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari og núverandi Íslandsmeistari í kappskák og hraðskák er gestur Kristjáns Arnar í skákþættinum í þriðja skiptið í röð. Umræðuefnið er eins og áður heimsmeistaraeinvígið í Singapúr þar sem heimsmeistarinn Ding Liren frá Kína leitast við að verja heimsmeistaratitilinn gegn áskorandanum Gukesh Dommaraju frá Indlandi. Einvígið hófst 25. nóvember og stendur til 13. desember eða þar til annar hefur náð 7.5 vinningi en tefldar verða 14 kappskákir. Staðan í einvíginu er jöfn 6.5-6.5 eftir að tefldar hafa verið þrettán umferðir. Ding vann fyrstu skákina og þá tólftu og Gukesh vann þriðju skákina og þá elleftu en öðrum skákum hefur lokið með jafntefli. Á morgun [í dag] verður síðasta kappskákin tefld og ljúki henni með jafnteli verða tefldar 4 atskákir á föstudaginn með tímamörkunum 15 mínútur að viðbættum 10 sekúndum á hvern leik frá upphafi skákar til að fá úr því skorið hvor þeirra vinnur einvígið og hlýtur heimsmeistaratitilinn. Þeir Kristján og Helgi fóru einnig yfir helstu skákréttir líðandi stundar.
Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.
- Auglýsing -