Arnar Ingi Njarðarson. Mynd: Morgunblaðið.

FIDE birti atskák og hraðskákstig 1. desember sl.

Engar breytingar á toppnum en Haukur Víðis Leósson og Þór Jökull Guðbrandsson hækkuðu mest og Arnar Ingi Njarðarson tefldi langmest!

Atskák

Efstu skákmenn og skákkonur

 

Þröstur Þórhallsson (2463) er enn efstur skákmanna en Hannes Hlífar Stefánsson (2450) og Vignir Vatnar Stefánsson (2443) nálgast hann. Nýkrýndur Íslandsmeistar Dagur Ragnarsson (2341) er nr. 12 á listanum en verður líklega mun hærri á næsta lista.

Lenka Ptácniková (2106) er efst skákkvenna.

Ungir og gamlir

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2284) er efstur í U20 flokknum en áðurnefndur Þröstur Þórhallsson efstur á vizkualdrinum.

Hraðskák

Efstu skákmenn og skákkonur

Vignir Vatnar Stefánsson (2517) kom sér aftur yfir 2500 stig með 32 stiga hækkun. Í öðru sæti er nýkrýndur Íslandsmeistari í netskák Hjörvar Steinn Grétarsson (2473)

Olga Prudnykova (2143) er stigahæst skákkvenna en annars urðu litlar breytingar á topp listanum.

Ungir og gamlir

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2295) er einnig stigahæstur U20 í hraðskák og Hannes Hlífar Stefánsson (2434) er stigahæstur á vizkualdrinum.

Breytingar

Fjórir ungir TR-ingar hækka um meira en 100 stig í atskák. Haukur Víðis Leósson (1718) hækkaði um 158 stig og Einar Helgi Dóruson (1720) hækkaði um 154 stig.

Í hraðskák náðu tveir að komast í 100 stiga klúbbinn. Þór Jökull Guðbrandsson (1711) hækkaði um 128 stig og Birkir Hallmundarson (1891) hækkað um 117 stig

Af stigahærri skákmönnum má benda á hækkun Jóhanns H. Ragnarssonar (2035) um 75 stig í atskák og 57 stiga hækkun Sæbergs Sigurðssonar (2075) í hraðskák.

Duglegustu skákmenn

Theódór Helgi Eiríksson (1766) tefldi 28 atskákir í mánuðinum en í hraðskákinni tefldi Arnar Ingi Njarðarson (1744) heilar 56 skákir.

- Auglýsing -