Í tilefni þess að Friðrik Ólafsson, fremsti stórmeistari Íslands í skák fyrr og síðar, verður níræður þann 26. janúar nk. munu aldnir skákmenn ÁSA tefla honum til heiðurs í öllum mótum þessa mánaðar.
Um er ræða 4 móta Grand Prix mótaröð þar sem 8 efstu sætin í hverju móti telja til stiga 10-8-6-5-4-3-2-1

Með þessu er keppnin um Taflkóng Friðriks endurvakin en upphaflega var um hann telft á vegum Gallerý Skákar í Bolholti á árunum 2012-14 í tilefni að íslenska skákdeginum sem tengdur er afmælisdegi meistarans og síðar í samvinnu við Sd. KR 2015-18.

Þessir kappar hafa hrósað sigri og fengið nafn sitt skráð gullnu letri á gripinn: Gunnar Skarphéðinsson 2012; Gunnar Birgisson 2013; Gunnar Kr. Gunnarsson 2014; Gunnar Freyr Rúnarsson 2015; Ólafur B. Þórisson 2016; Björgvin Víglundsson 2017 og Örn Leó Jóhannsson 2018.
Síðan þá hefur kappteflið því miður fallið niður en er nú endurvakið með pomp og prakt af öldnum skákmönnum, samtíðarmönnum lárviðarskákmeistarans, tveimur á tíræðisaldri og mörgum öðrum hátt á níræðis- eða áttræðisaldri ásamt fleiri aðeins yngri.– EEss