Fyrsti fyrirlestur vetrarins hjá Taflfélagi Garðabæjar verður á morgun í Miðgarði kl. 19. Þá mun stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson koma og kenna okkur að verjast. Í kjölfar fyrirlestrarins verður hefðbundið skákkvöld, 3+2.
Gervigreindin teiknaði upp fyrir okkur ungan íslenskan stórmeistara að kenna áhugasömum nemendum að verjast í skák og ef eitthvað er að marka myndina þá er leynivopnið sem Vignir ætlar að kenna okkur það að lauma fleiri taflmönnum á borðið en leyfilegt er.
Allir velkomnir – frítt inn!
- Auglýsing -