TR-ingurinn knái Karma Halldórsson sigraði í U12 flokki ACA skákmótsins sem fram fór í Pune í Indlandi síðastliðna helgi. Karma hlaut 7,5 vinning af 8 mögulegum. Tímamörk í mótinu voru 45 mín á skákina + 15 sekúndur á leik.
Karma, sem einungis er 10 ára gamall, býr á Ísafirði en dvelur hluta af árinu með fjölskyldu sinni í Indlandi. Nirvaan Halldórsson, eldri bróðir Karma, tók einnig þátt í U14 flokki mótsins en þurfti því miður að draga sig úr keppni vegna veikinda.
Bræðurnir tefldu báðir á EM ungmenna í Prag síðastliðið sumar en þeir hafa einnig stundað vikulegt fjarnám við Skákskóla Íslands, frá því í haust.
- Auglýsing -