Janus Open í Færeyjum lauk fyrr í dag með tvöfaldri umferð. Íslensku keppendurnir stóðu sig vel á mótinu og t.a.m. var Adam Omarsson efstur fyrir lokaumferðina með fullt hús. Adam varð að lúta í dúk í lokaumferðinni en hann og Símon Þórhallsson enduðu í skiptu öðru sæti með 6 vinninga af 7, sérdeilis prýðisgóður árangur!

Íslenski hópurinn lét vel að mótinu og aðstæðum og vonandi verða fleiri alþjóðleg mót í Færeyjum á næstunni enda stutt að fara!

 

- Auglýsing -